SAGA HÚSANA fjallar um hús sem við getum öll lært af, jafnt húsbyggjendur þegar þeir taka sín fyrstu skref og ákveða að fara út í það að byggja, sem og arkitektar við að koma til móts við og virða líf og lífshætti verðandi húsbyggjenda.
Saga húsanna samanstendur af röð greina sem eiga það sameiganlegt að varpa ljósi á þær persónulegu forsendur sem standa að baki mikilvægra húsa í alþjóðlegu samhengi. Hvernig getur arkitekt hannað hús fyrir unga systur sína sem nýlega er orðin ekkja? Upp á hvað getur arkitekt boðið þegar viðskiptavinur í hjólastól biður um flókna hönnun og að húsið verði hans eiginn heimur? Eða þá þegar listunnendur gefa arkitektinum fullt og ótakmarkað frelsi við hönnunina? Hvaða skýring er á því að nágrannarnir skjóta á hús arkiteks sem nú er hvað mest virtur á heimsvísu? Þannig verður reynt að fylla upp í tómarúmið sem sniðgengið er af svo mörgum erlendum byggingarlistabókum en með því að hafna svo persónulegum upptökum þá gleymist það hversu margir þættir hafa áhrif á húsagerðina. Húsin til umfjöllunar hafa þar af leiðandi verið valin vegna einstakra eiginleika sinna. Auk þess að hafa undir höndum góða byggingarlist og virtan arkitekt, hafa viðskiptavinirnir tilfinningabundna sögu sem verkefnið er síðan spunnið úr. Saga húsanna býr yfir fræðandi heimildum um viðskiptavinina, óskir þeirra og þarfir, og án þeirra getur maður ekki skilið hina byggingarlegu niðurstöðu.
Hús samtímans
Frá frumkofa Laugier, sem greinir frá fyrstu húsagerðinni, til húsa arkitektanna Ábalos og Herreros sem grundvallast af sömu hugmyndarfræðinni og Swatch klukkurnar, sem og Hús Framtíðarinnar, verk eftir hjónin Alison og Peter Smithson, hafa rannsóknir á húsum átt sér stað í gegnum aldirnar allt frá því þau komu fyrst fram á sjónarsviðið. Fyrir utan stíltegundir og tískufyrirbrigði, þá fjallar Saga húsanna um tilfinningar og ástríður sem gerir umfjöllun um húsin mögulega óháð þeim tíma sem þau voru gerð á. Tekin eru dæmi um hús sem alltaf verða sígild vegna þess að þau höfða til persónulegra eiginleika sérhvers okkar.
Úrvinnsla áætlunarinnar fyrir húsið sem húsbyggjendurnir koma í framkvæmd, er ferli sem snýst við seinna, þegar húsið mótar líf íbúanna. Húsgögn og minjagripir, erfða- og safngripir eru allt tákn um hver við erum og hver við viljum vera. Það má segja að á meðan framhliðar húsanna mynda innra rými borgarinnar og sýna svipbrigði hennar þá er innra rými húsanna ytra byrði íbúanna. Þar af leiðandi á saga hússins uppruna sinn í margbreytileika þjóðfélagsins sem það byggir, menntun og hugmyndaflugi arkitektsins og lífi notendanna. Í stuttu máli, miðað verður að því að gera tilkall til sterkari tengsla milli húsbyggjandans og arkitektsins.
Efnið er allt yfirfarið og samþykkt af arkitektum húsanna. Greinarflokkurinn inniheldur ritgerðir um hús, nýlega byggð, þó að eitt þeirra hafi nýverið verið jafnað við jörðu. Aðeins í einu tilfelli var húsið ekki byggt, eftir arkitektinn Enric Miralles. Andlát hans kom í veg fyrir það.
Myndatexti:
A. Marc-Antoine Laugier, Frumkofinn, úr Ritgerð um byggingarlist, (Paris 1753)
B. Hús Framtíðarinnar eftir Alison og Peter Smithson var sýnd á árlegri sýningu sem nefnd var Draumahúsið og hún var skipulögð árið 1956 af dagblaðinu The Daily Mail í London. Þetta var fjöldaframleitt hús sem lagði fram spádóma um hvað yrði á boðstólnum eftir tuttugu og fimm ár.
C. Húsin AH eftir arkitektana Iñaki Ábalos og Juan Herreros (1994) voru andsvör við hinu hefðbundna húsi og breyttu ímynd sinni eftir því í hvaða umhverfi þau voru.
D. Framhliðar húsanna eru innra rými borgarinnar. Mynd frá miðbæ Reykjavíkur.
E. Hús/vinnustofa arkitektsins John Soane byggt í London í byrjun 19. aldar. Innra rými hússins endurspeglar líf íbúanna.