HÚS RIGNINGARINNAR (SANTANDER), EFTIR JUAN NAVARRO BALDEWEG
Við komuna til Spánar frá Bandaríkjunum, þar sem hann hafði stundað rannsóknir á listum og byggingarlist í fimm ár við Tæknistofnunina í Massachussets (MIT), fékk Juan Navarro Baldeweg sitt fyrsta verkefni frá bróður sínum: að hanna hús til að eyða sumarleyfum sínum upp í hæðum Cantabria-héraðsins. Húsið túlkaði huglægu rannsóknirnar frá Bandaríkjunum og gerðu þær að veruleika en, eins og um væri að ræða endurómandi kassa, þurfti það á íbúanum að halda til þess að hlusta á sig.

Að gera rannsóknirnar að veruleika
Bróðir Juan Navarro Baldeweg langaði að njóta frítíma sínum með fjölskyldunni í Alto de la Hermosa, Liérganes, á stað sem hafði útsýni yfir dalinn til vesturs og hægt var að eygja í sjóinn langt í fjarska til norðurs. Þannig talaði hann við arkitektinn um staðinn sem myndi með þessu fyrsta verkefni fá tækifæri til þess að gera yfirgripsmiklar athuganir sínar að veruleika.
Áður en hann hafði skrásett sig í arkitektanám, hafði Juan stundað nám í svartlist við Myndlistarskólann San Fernando í Madrid og upp frá því áleit hann sig jafn mikinn listamann eins og arkitekt. Eftir að hafa útskrifað með Doktorsgráðu frá Arkitektaskólanum í Madrid árið 1970, hóf hann dvöl sína í MIT í Boston sem stóð yfir til ársins 1977 en þá snéri hann aftur til Arkitektaskólans í Madrid en nú sem kennari við arkitektadeildina.
Á meðan á þessarri háskólaferð stóð, íhugaði Navarro Baldeweg og skilgreindi frumöfl náttúrunnar eins og ljósið, aðdráttaraflið, sjóndeildarhringinn, jafnvægi, formgerð og höndina og útfærði þau í uppstillingum sínum, málverkum og að lokum, byggingarlist. Uppstillingaverkið, Rólan, frá sýningunni Ljós og málmar í Sala Vinçon í Barcelona árið 1976, var til dæmis leikur að jafnvægi og óstöðugleika þar sem rólan hékk stöðnuð í loftinu og um leið stöðvaði hugmyndina að eiginlegum tíma og rými. Með því að nýta sér þessar rannsóknir, færðist Baldeweg á milli skúlptúrs, málverksins og byggingarlistar og sóttist eftir því að upplifa rýmið og umhverfið í tengslum við mannlegar tilfinningar og hugsanir.

Hús rigningarinnar
Hús rigningarinnar (1978-1982) dregur nafn sitt af þeim veðurfarslegu aðstæðum sem í kringum það er. Lagskipting byggingarefnanna - steinn, gler og sink - hefur þær afleiðingar að rigningin umbreytir húsinu: klæðir það, breytir áferð þess og litum og endurómar í því. Þessi hugmynd var þegar fyrir hendi í uppstillingaverki frá 1979 sem var hluti af hönnunarferlinu. Verkið var módel af húsi úr steini og kopari með gaflþaki og stórum niðurrennslunarpípum, og yfir því var hringlaga pípa sem úðaði örfínni rigningu. Það var sem vatnið greiddi húsinu. Um leið öðlaðist auga áhorfandans tilfinningu fyrir tengslum milli formsins, rýmisins og mismunandi áferða sem vatnið skildi eftir sig.
Húsið tók á sig U-form þar sem armarnir opnuðust varfærnislega út, líkt eins og það væri að faðma að sér dalinn. Tengsl þess við landslagið var efld með því að aðgreina burðarvirkið frá þaki hússins og láta þannig langa gluggaröð renna eftir öllum hliðunum með ótakmarkað útsýni yfir sjóndeildarhringinn. Auk tilvísanna í húsagerð, einsog fjarvíddaráhrif úr húsum arkitektsins Baillie Scott (1865-1945) og gluggaröðina staðsetta við augnhæð, gerði Navarro Baldeweg líka tilvitnun í skuldbindinguna við notagildi og ljóðræni rýmisins.
Eftir að koma niður aðkomuveginn sem umkringir húsið, fer gesturinn inn í hol sem einkennist af tveimur lokuðum, bognum veggjum. Á þessarri stundu veldur vöntunin á tilvísunum fyrir sjóndeildarhringnum ákveðna innilokunarkennd og verður til þess að augað bregst við og leitar endamarka. Hér gerði verkefnið ráð fyrir þremur glerkössum sem sýndu og settu yfirhafnir, bækur og leirtau í röð og reglu. Þessir glerkassar gegndu því hlutverki að vera milligönguliður milli íbúanna og náttúrunnar. Lítilega blævængjalegt form þeirra byggir upp rýmið og leiðir gestinn áfram í leit sinni að ótakmörkuðu rýminu við sjóndeildarhringinn, römmuðu inn af opnum laufskála með rimlaþaki í garðinum. Það er hér sem augað hvílist og dvelur á línu sjóndeildarhringsins. Þegar byrjar að rigna hverfur þessi lína aftur og dregur athyglina að mjúku hljóði rigningarinnar á þakinu.
Í æfingunni að stækka mælikvarða litla koparhússins og gera það að byggingalist í fullri stærð, setti Juan Navarro Baldeweg fram hugmyndina að íbúanum; skynjun hans við að koma inn í rými og skipuleggja eigur sínar og minningar frammi fyrir landslaginu. Þrátt fyrir að þessir glerkassar urðu aldrei að veruleika veitti arkitektinn möguleika á að sameina hversdagslífið við húsgögnin, byggingarlistina og landslagið. Hann hafði hugsað sér hús eins og kassi sem endurómaði, eins og hann sjálfur útskýrði fyrir okkur, "hljóðfærið og tónlistin er ekki það sama. Enginn býr til tónlistarhljóðfæri sem hlutur einn. Upplifun byggingarlistarinnar er eins og að hlusta á tónlist." Með þeim orðum er Hús rigningarinnar einungis upplifað í heild sinni þegar búið er í því.

Myndatexti:
a. Myndlistarmaðurinn og arkitektinn Juan Navarro Baldeweg (f. 1939) (Ljósmyndari: Pablo Fernández Lorenzo).
b+c. Hús rigningarinnar, innsetningarverk 1979.
d. Teikning af húsi rigningarinnar með hvítann bakgrunn (1979). Blýantsteikning, 30x40 sm.
e. Það var sem vatnið greiddi húsinu. Um leið öðlaðist auga áhorfandans tilfinningu fyrir tengslum milli formsins, rýmisins og mismunandi áferða sem vatnið skildi eftir sig.
f. Grunnmynd af Húsi rigningarinnar. (1978-1982).
g. Úsýni til norðurs. (Ljósmyndari: Churtichaga, Estudio JNB)
h+i. Húsið tók á sig U-form þar sem armarnir opnuðust varfærnislega út, líkt eins og það væri að faðma að sér dalinn.