EINBÝLISHÚS Í PEMBROKESHIRE (WALES), EFTIR FUTURE SYSTEM
Í tuttugu ár hafði breski alþingismaðurinn og milljónamæringu, Bob Marshall-Andrews eytt sumarfríunum sínum í gömlum hermannabragga. Án efa var gildi hans fundið í staðsetningu hans. Á klettabrún í þjóðgarði á suðvestur strönd í Wales. Þetta er unaðslegur staður, mjög verndaður sem þýddi það að venulega voru nágrönnunum neitað byggingarleyfi í honum. Þeim var ekki einu sinni leyft að stækka heimili sín með einföldum glerhýsum.
Þrátt fyrir þessar aðstæður og meðvitaður um hugsanlegt hneyksli að gera upp á milli fólks, hafði þingmaðurinn samband við arkitektastofuna Future system með það að leiðarljósi að fá í staðinn fyrir braggann hús sem hann gæti eytt ellilífeyrisdögunum sínum. Vinna átti að öllum kosti að verkefnið yrði löglegt.

Þjóðgarðurinn í Pembrokeshire-héraðinu
Landsvæðið sem Bob Marshall-Andrews átti með konu sinni Gill lá aðeins 150 metra frá sjó, á klettum Druidston, á móts við St Bride flóann. Þetta var stórkostlegur staður í einum fallegustu þjóðgörðum Wales, sem ekki hafði verið haggað við allt frá 1949. Hann nær eftir óreglulegu strandlengjunni meira en 300 km langri. Ströndin er sjálf mjög fjölbreytt að gerð, allt frá háum klettum og löngum opnum ströndum, vernduðum flóum, sandlendi og sandhólum. Garðurinn nær yfir göngustíginn sem liggur í gegnum hann þversum og endilangan auk þess sem nærliggjandi eyjar, einnig verndaðar, eru hluti af þjóðgarðinum. Meðal þeirra eru eyjarnar Skomer, Skokholm, Ramsey, Grasholm og Caldey, allar þekktar meðal fuglaskoðara á alþjóðamælikvarða fyrir fyir fjölda sjófuglategunda auk áberandi selastofns.
Það voru mörg ár síðan Marshall-Andrews hjónin höfðu keypt þetta landsvæði. Á því því var yfirgefinn hermannabraggi, sem á árum áður hafði verið notaður sem skjól, og sem þau höfðu tekið í endurnotkun og eytt sumarleyfunum sínum með börnunum. Eftir því sem liðu tímar, byrjaði burðargrindin að sýna lasleika. Það varð þá sem þau ákváðu að biðja arkitektana Jan Kaplicky og Amanda Levete stofnendur arkitektastofunnar Future System, að hanna nýtt hús til þess að eyða leyfum sínu.

Ósýnilegt hús
Ströng ákvæði reglugerðanna sem áttu við um þjóðgarðinn varðandi hvers konar byggingar á svæðinu komu nágrönnunum að trúa að ómögulegt væri að aðhafa neitt í umhverfinu. Vitandi þetta, lögðu arkitektarnir til að hanna húsið þannig að það myndi ekki draga að sér athygli frá aðalleikurunum: náttúrunni og dýralífi hennar. Það yrði eina leiðin til þess að fá hið þráða byggingarleyfi.
Til þess að koma í veg fyrir að fá neikvæða svör frá yfirvöldum staðarins, hönnuðu arkitektarnir hús sem ekki gæti merkt fyrir að vera fjarlægakennt landslaginu. Hugmyndin var að byggja niður á við, að grafa til þess að styrkja sem best tengsl sín við landið. Þessi viðleitni minnti á gamlar bygginga aðferðir í Norður Skandinavíu þar sem breiðir veggir húsanna risu úr torfi og grasi, sem er tækni sem samlagast jörðinni þökk sé rótunum auk þess hún býður upp á mjög góða hitaeinangrun og felur sig algjörlega í landinu.
Arkitektarnir svöruðu, þess vegna með því að hanna hús sást varla í landslaginu. Séð í fjarlægð, tekur húsið á sig lögun hóls með eina glerjaða hlið sem snýr út á hafið. Fyrst grófu Kaplicky og Levete á staðnum og ofan á hann breiddu þau þak sem gert var úr himnu gerða úr krossviðarplötum sem frá hlið hefði straumlínuform en á þetta var sett gras. Burðargrindin var gerð úr hinglaga stálbitum sem halda uppi þakinu og kemur þ.a.l. í veg fyrir að þurfi að koma fyrir súlum innan í húsinu.
Á þeim stað þar sem leiðin er mjög þröng, og auk þess sem aðlagar sig að ófyrirséðum aðstæðum staðarins, gátu stóru flutningarbílarnar sem venjulega eru notaðir á byggingarsvæðum ekki komist að lóðinni. Með því að notfæra sér reynslu sína varðandi hátækni, voru þau Jan Kaplicky og Amanda Levete þeirrar skoðunar að minnst röskun væri á náttúru garðsins ef húsið yrði framleitt í litlum einingum og flytja þær tilbúnar á lóðina til samsetningar. Þannig voru jafnvel baðherbergiseiningarnar búnar til á verkstæði. Þeim var síðan fyrirkomið á staðnum þannig að þær mynduðu skilrúm milli stofunnar í miðunni og svefnherberjanna. Allar þjónustueiningar eldhússins er komið fyrir í byggingargrind fyrifram gerða úr viði. Henni er komið fyrir í húsið sem sjálfstæðri einingu án þess að koma við loftið og þannig er innra rýmið skynjað létt og birtumikið.
Grunnmynd íbúðarinnar er mjög einföld, með látleysi sem endurspeglar lífsstíl íbúanna: með stofu sem hringar sig kringum arinn og útsýni yfir á sjóndeildarhringinn. Þetta er rými sem fylgir sveigjanlegum línum náttúrunnar í kring. Inni, er eitt rými þar sem aðeings fjöldaframleiddar einingar skilja að svefnherbergin frá dagrýminum og þessu, er stór sófi er innbyggður fastur þar sem stöðug tengsl eru við náttúrunni, við fuglana í klettabjörgunum, við síbreytilega birtu gegn lit hafsins.
Að utan, nýtur vegfarendinn útsýnisins á göngu sinni um slóðir Þjóðgarðinn í Pembrokeshire og ruglar þessu sumarhúsi við náttúruna sjálfa. Það er eins og hóll, þakinn grasi sem lætur landslagið ósnert í kringum sig, á sjáanlegra lína eða afmarkana á lóð eða garði í kring. Aðeins glerhliðin að framan, sem dregin eru uppp af grannri ryðfríðri stálgrind, sem reynist eins og framlenging íbúans sjálfs.: Hún er eins og auga sem horfir út á sjóinn og út á lífið sjálft.
Fyrir stjórnvöldin á staðnum var það erfitt að finna rök á móti því að gefa byggingarleyfi fyrir húsinu. Í rauninni, úr loftmynd, gerir þetta sumarhús sig ósýnilegt í landslaginu, og á sama hátt og herskýlið leyndist í landinu án þess að tekið væri eftir því.

Myndir: Future System
Myndatexti:
a. Jan Kaplicky (1937) og Amanda Levete (1955), arkitekta stofnendur arkitektastofunnar Future System.
b. Lausnin gagnvart staðnum fyrir hús í Wales (1994 -96) fékk strax jákvæða afgreiðslu frá arkitektum staðarins.
c. Allt húsið hefur á sig lífræn einkenni sem eru sýnileg jafnvel í burðargrindinni, með stálburðarbitum hringlaga að lögun og þaki úr krossviðarplötum straumlínulaga að gerð.
d. Arkitektarnir svöruðu með hönnun að húsi sem var vart sýnilegt í landslaginu.
e. Grunnmynd hússins er mjög einföld, með látleysi sem endurspeglar lífstíl íbúanna, með stofu sem lagar sig að arni miðsvæðis og með útsýni yfir á sjóndeildarhringinn.
f. Gler framhliðin er eins og eitt auga í viðbót sem horfir út á sjóinn og lífið í kring.
g+h+i. Með tímanum, náði grasið að hylja yfir bygginguna, eins og um væri að ræða hertanka á stríðstímum eða rómantískar rústir.