HÚS Í LÈGE, EFTIR ANNE LACATON OG JEAN PHILIPPE VASSAL
Systkini, sem áttu land í Frakklandi við strönd Atlandshafsins, báðu arkitektana, Anne Lacaton og Jean Philippe Vassal að hanna þar hús, þar sem þau gætu eytt frístundum sínum. Verkefnið fól einnig í sér þá ósk um að fella ekkert af þeim 46 trjám - 30 metra háum og yfir 80 ára gömlum - sem uxu á lóðinni. Úrlausnin var sem draumur barns yrði að veruleika, um að eiga hús upp í trjánum.

Landslagið
Lóðin var staðsett í Lège í vestanverðu Bordeaux héraðinu og stóð andspænis Arcachon-flóanum sem var náttúruverndað svæði. Hún var ein af þeim fáu sem enn stóðu auðar og einkenndist af sandöldum þöktum runnum, mimosu plöntum og furutrjám, sem risu allt að 15 metra en lækkuðu skyndilega alveg niður í flóann.
Þrátt fyrir æsku þeirra - aðeins 23 og 25 ára gömul - höfðu systkinin lært að meta fegurð landsins og voru meðvituð um þau hrikalegu sár sem nágrannar þeirra höfðu gert landinu þegar þeir byggðu húsin sín. Þar höfðu þeir gert sár í landið með því að höggva niður tré og breytt sandöldunum í landslaginu með því að færa til jarðveg, grafa niður fyrir undirstöðum og reisa steypta veggi til varnar hafgolunni.
Það var í gegnum föður þeirra, listamann og kennara formlistar við arkitektaskólann í Bordeaux, að þau kynntust Lacaton og Vassal. Systkinin töluðu við arkitektana um fegurð staðarins, þangað sem fjölskyldan hafði hefðbundið farið um sumarmánuðina til þess að slappa af með nesti og leikið sér að því að smíða litla timburkofa milli trjánna. Út frá þessu fyrsta samtali var strax ljóst að þeim var umhugað um hvernig hægt væri að byggja húsið án þess að skemma aðlaðandi eiginleika staðarins og þá með það í huga að á lóðinni væru runnar allt að 3 metrar á hæð sem hindruðu útsýni yfir flóann. Einnig, samkvæmt skipulagsuppdráttum svæðisins, ætti húsið að vera a.m.k. 4 metrum frá lóð nágrannanna og 15 metrum frá strandlengjunni. Ef uppfylla ætti þetta yrði húsið að vera staðsett rétt fyrir aftan háa sandöldu.

Að bæta við, í stað þess að skipta um
Þó að að arkitektarnir viðurkenndu að oftast væri það þægilegast að búa á jarðhæð, þá útskýrðu Lacaton og Vassal fyrir fjölskyldunni að það var eftir vel íhugaða skilgreiningu á staðháttum sem þau komu með hugmyndina að húsinu upp í trjánum, húsi sem flyti yfir jörðinni.
Ólíkt því sem búast mátti við af svo óvenjulegri úrlausn, ákváðu húsbyggjendurnir að hafa trú á arkitekunum og hefja framkvæmdir. Þegar búið var að reisa gólfið og systkinin klifruðu upp, varð þeim strax ljóst að þetta hafði verið rétta lausnin. Hinn 210 fermetra gólfflötur, sem gerður er úr þykkum steinsteyptum hellum, býður upp á stórkostlegt útsýni yfir flóann og yfir til Fuglaeyjunnar.
Til þess að eyðileggja ekki sandöldurnar, var undirstaða hússins gerð úr 12 örmjóum staurum sem reknir voru 8 til 10 metra niður í jörðina. Ofan á þá var smíðuð ryðvarin stálgrind sem sat á misháum staurum, eftir því hvenig lá í jarðveginum, með þeim afleiðingum að opið flæði var undir húsinu. Eins og á hliðum hússins var einangrunin undir húsinu, gegn sjávarloftslaginu, einnig gerð úr báruðum álplötum. Vegna þess að bárurnar liggja lóðrétt á flóann, speglast rýmið undir húsinu sökum álsins sem endurkastar glitur hafsins og skapar þannig ímyndaðan himinn.
Önnur afleiðing þessarrar algjöru virðingar fyrir þeim gróðri sem fyrir var, var að sex furutré myndu ganga í gegnum húsið. Til þess að koma til móts við hreyfingar þeirra í vindinu og gera jafnframt algjörlega vatnshelt, voru bolir þeirra festir með gúmmíhringjum við þakglugga. Þessir síðastnefndu eru skífur úr Plexigleri sem festar eru við þakið með teyjubandi þannig að þær eigi auðvelt með að hreyfast. Afleiðingin er sú að trén virðast ruglast saman við burðargrindina og sýnast tákrænir stöplar hússins.
Andstætt því að ímynda sér húsagerð sem aðlagar sig að landslaginu, að byggja hús í kringum tré og að trén lifa með húsinu, gerir það að verkum að húsagerðin og landslagið sameinast og verða að einu.

Ljósmyndir: Philippe Ruault
Myndatexti:
a. Anne Lacaton (f. 1955) og Jean-Philippe Vassal (f. 1954), arkitektar.
b. Þverskurður og grunnmynd af húsinu í Lège í Cap Ferret, árið 1998.
c. Sjálfvirkt vökvunarkerfi stjórnar rakastigi sandaldnanna undir húsinu.
d+e+f. Framhlið hússins sem snýr að flóanum er gerð úr stórum gagnsæjum rennihurðum.
g+h+i. Gerð var rannsókn í samvinnu við frönsku landbúnaðaryfirvöldin til þess að ganga úr skugga um að trén, sem ganga í gegnum húsið, yrði ekki hætt komið eða lífi þeirra raskað, vegna þessa.