MÖBIUS HÚSIÐ Í AMSTERDAM, EFTIR BEN VAN BERKEL




Ung hjón báðu hollenska arkitektinn Ben van Berkel árið 1993 að hanna fyrir þau "hús sem vekti athygli og yrði vitnað í sem nýjung í táknmáli húsagerðar." Það tók arkitektinn sex ár að vinna úr óskum þeirra sem lauk með því að hanna hús byggt á kenningum 19. aldar þýsks stærðfræðings.
Tíu ár hafa liðið síðan húsið var byggt og óskir húsráðenda hafa orðið að raunveruleika: Það vekur forvitni að hugmyndin að rýminu fyrir nýja Mercedes-Benz-safnið í Stuttgart - glæsilegt verk eftir Ben van Berkel - ber merki um að arkitektinn hafi sótt efniviðinn smiðju íbúðarhússins.

Nýtt táknmál byggingarlistarinnar
Auk óskanna um nýtt táknmál húsagerðar óskuðu hjónin einnig eftir nánu sambandi við landslagið sem þau myndu ávallt getað notið. Ólíkar atvinnugreinar þeirra gerðu þeim kleift að starfa að vinnu sinni heima við og þar af leiðandi gætu þau líka eytt meiri tíma með börnum sínum. Lóðin sem þau völdu var í Het Gooi, íbúðarhverfi í grennd við Amsterdam mótað af engjum og háum beykitrjám.
Ben van Berkel skildi verkefnið þannig að nýja táknmálið sem hann var beðinn um yrði að vera bein afleiðing af nýjum lífsháttum þeirra sem bjuggu í húsinu. Hugmyndin um að tvær manneskjur færu hvor sína leið, en ættu ákveðinn tíma sameiginlegann og e.t.v skiptu líka um hlutverk á vissum stundum, var útfærð þannig að hægt væri að gera húsið og byggingu þess að veruleika.
Húsið varð að tvinna saman margvíslegar aðstöður ólíkra athafna hvers fjölskyldumeðlims í eina byggingu: vinnu, svefn, félagsleg samskipti, fjölskyldulíf og tíma sem maður þyrfti einn með sjálfum sér. Tilfinningin fyrir tímanum og lengd hans voru því mikilvæg atriði allt frá byrjun; hvernig maður skynjaði, veitti athygli og upplifði húsið og hlutina innan í því á sama tíma og frá ólíkum sjónarhornum, en við það, gerði maður sér einmitt ljóst afstæðni hlutanna í heild.

Skýringarmynd 24 klukkastunda dagsstundar
Kerfið til þess að tjá þessa þætti var fundið í Möbíusarræmunni, skýringarmynd sem kennd var við stjörnu- og stærðfræðinginn August Ferdinand Möbius (1790-1868). Möbíusarræman er búin til með því að taka rétthyrnda ræmu og merkja hvert horn hennar - annarsvegar A ofan á og B undir, og síðan hinu meginn C ofan á og D undir. Síðan er öðrum enda hennar snúið hálfan snúning þannig að hornið A sameinist D og, B sameinist C. Útkoman er undin og samanskeytt pappírsræma, gerð úr einhliða fleti og tengd saman með óslitnum boga. Ræman býr þannig til töluna 8 - án hægri né vinstri, upphafs né endis.
Með því að gefa Möbíusarræmunni rýmismyndun, hannaði arkitektinn hús sem sameinaði framkvæmdarlýsinguna, streymi, og bygginguna í eina heild án sýnilegra samskeyta. Hreyfingar í gegnum þessa lykkjubyggingu gerða úr steypu, fylgdi mynstri annasömum degi. Húsið samanstendur af þremur hæðum - tveimur skrifstofum í sitt hvorum enda hússins fyrir hvora atvinnugreinina fyrir sig, þremur svefnherbergjum, fundarherbergi og eldhúsi, geymslu, og stofu, og gróðurhúsi á efstu hæðinni- og samtvinnast allar í flókinni leið um tímans rás yfir daginn.
Lágar og ílangar útlínur einbýlishússins stofna til tengsla við ólíka drætti í umhverfinu. Vegna þess hve húsið er teygt út í það ítrasta og notkun á yfirgripsmiklum glerveggjum ítrekuð, virðast sérstakir þættir úr landslaginu berast inn í húsið sem veldur því að íbúarnir upplifa innra rýmið eins og þeir séu að ganga um sveitina.
Skynjunin á hreyfingu er efld með fyrirkomulagi aðal byggingarefna hússins. Gler og steypa birtast fyrir framan hvort annað og skiptast á um staðsetningu. Þegar lykkjan snýst við, verður steypuhimnan utan á húsinu að innanhúss húsgögnum - s.s. borð og stigar- og framhliðarnar úr gleri verða að skilrúmsveggjum.
Uppásnúningarnir og beygjurnar í húsinu fara út fyrir mörk stærðfræðilegu skýringarmyndarinnar með því að bregðast við heyfingunni sem mótar þetta nýja líf sem einkennist af notkun á raftæknibúnaði við vinnu. Ben van Berkel tókst að gefa skýringarmynd Möbíusarræmunnar aðra merkingu. Nýja táknræna gildið hennar gekkst undir lífsmynstur hjónanna sem hafði skapast af óljósum mörkum þess að vinna og lifa lífinu.

Einbýlishúsið orðið að tilvísun fyrir húsagerðarlist
Hugmyndin að einbýlishúsinu gerðist ekki úreld eftir að hún varð að veruleika. Hún var endurunnin í huga arkitektsins og nú, í nýja Mercedes-Benz safninu í Stuttgart, túlkar hún sögu bílsins.
Með það í huga að hanna safn sem gæti túlkast sem borgarrými þar sem bíllinn hefur gegnt, og gegnir enn, mikilvægu hluverki teiknaði van Berkel þverskurð af þremum lykkjum sem fléttuðust saman í grunnmynd. Það var eins og þær væru lauf á tré. Þannig tókst honum að ná fram tilbrigðum milli hæðanna, ögra samræminu, flatleika yfirborða gólfanna, sem og að búa til alls konar gönguleiðir og gera gestum kleift að stytta sér leið, líkt eins og þeir uppgötvuðu á göngu sinni í borginni. Lauf trésins eru teiknuð upp í kringum hringlaga tómarúm. Sex fletir mynda rýmin á mismundandi hæðum og skapa áhrifamikinn sýningarstað.
Þó safnið sé miklu stærra í sniðum en Moebius-húsið minna rýmisáhrifin mikið á einbýlishúsið. Moebius-ræman hafði alið af sér grunnflöt sem fléttaði saman ólíkar hreyfingar og athafnir fjölskyldunnar. Hvirfingslaga form safnsins leiðir af sér síbreytileg form órofinna samhengja og tilvísana, opinna og lokaðra rýma, sem og tvinnir saman ólíkar sýningar sem settar eru upp í safninu. Gestirnir upplifa stöðuga hreyfingu á breytilegum áttum og sjónhornum sem skerast á hvert annað og sem hafa myndast við ólíkar hugmyndir gagnvart tímanum, sem safnið endurskapar.

Myndatexti
a. Ben van Berkel (f. 1957) arkitekt og stofnandi Un Studios með Caroline Bos.
b. Lýsing á Möbíusarræmunni.
c. Skýringarmynd 24 klukkustunda dagsstundar.
d. Vinnulíkan. Loftmynd frá suðvestri.
e+f. Jarðhæð og fyrsta hæð: 1. svefnherbergi, 2. skrifstofa, 3. forstofa, 4. baðherbergi, 5. salerni, 6. gólfhalli, 7. bílskúr, 8. geymsla, 9. fundarherbergi, 10. eldhús, 11. yfirbyggður inngangur, 12. stofa, 13. arinn, 14. tómarúm.
g+h. Þegar lykkjan snýst við, verður steypuhimnan utan á húsinu að innanhúss húsgögnum - s.s. borð og stigar- og framhliðarnar úr gleri verða að skilrúmsveggjum. (Ljósmynd: Christian Richters)
i. Íbúarnir upplifa innra rýmið eins og þeir séu að ganga um í sveitinni. (Ljósmynd: Christian Richters)