EINBÝLISHÚSIÐ U, EFTIR TOYO ITO



Einbýlishúsið U var byggt árið 1976 í miðborg Tokyo. Það var hannað af arkitektinum Toyo Ito fyrir eldri systur sína eftir að hún hafði misst eiginmann sinn af völdum krabbameins. Árið 1997 var húsið rifið niður að Toyo Ito viðstöddum. Hvernig er hægt að ústskýra svo örlagaríkann endi?

Óskir syrgjandi fjölskyldunnar
Fjölskyldan bjó í lúxusíbúð í einum af skýjakljúfum borgarinnar. Eftir lát eiginmanns síns bað ekkjan arkitektinn um að hanna fyrir sig hús þar sem hún og dætur hennar öðluðust sterk tengsl við jörðina og gróðurinn. Einnig óskaði hún þess að húsið yrði L- laga til þess að allir meðlimir fjölskyldunnar gætu haft sjónræn tengsl hvorir við aðra. Af tilviljun var lóðin við hliðina á arkitektinum til sölu, sú sama og ekkjan hafði búið fyrir hjónabandið. Það var eins og hún vildi aftur ná tökum á minningunum sem hjálpaði henni að sameina fjölskylduna á þessum erfiðu tímum.
Í viðræðunum við arkitektinn hvarf smátt og smátt áherslan á hagræðingu þjónusturýma en snérist stöðugt meira um táknrænt gildi rýmisins. Á þann hátt breyttist form hússins frá því að vera L-laga í að verða U - laga steinsteypubygging sem stuðlaði þannig að auknum áhrifum ljóss og sterkari tengslum milli íbúanna.

Ævi hússins
U-húsið skiptist í tvo langa ganga. Annar þeirra endar í herbergjum stúlknanna og hinn fer í gegnum eldhúsið og baðherbergið þar til hann sameinast herbergi móðurinnar. Báðir gangarnir eru dimmir og leiða inn í ljósið, stórann glugga í boga Usins. Veggir og loft þessa fjölnota rýmis - notað til leikja, borðhalds og íhugunar - eru múrhúðaðir og hvítmálaðir og gólfið er lagt teppi sem einnig er hvítt. Í þessu rými leysist ljósið upp og gefur mjúka áferð en rifa við loftið beinir dagsljósinu inn í þráðbeinni skálínu. Sterk áhrif ljóssins eru ítrekuð ekki síst vegna þess hve allt rýmið er hreinhvítt, virðist vera flötur án dýptar. Það er einskonar tjald þar sem ímyndir og fljótandi skuggar íbúanna endurvarpast. Það er rými sem tekur tillit til mannlegrar vitundar en ekki einungis mannslíkamans.
Tuttugu og eitt ár liðu frá byggingu hússins þar til fjölskyldan var tilbúin til þess að endurvekja tengsl sín við ytra umhverfi. Sú fyrsta sem flutti út var eldri dóttirin. Hún hafði aldrei hugsað út í það hvort henni hefði þótt gott eða óþægilegt að búa í húsinu þó að hún talaði um húsið sem lokaðann kassa. Sú tilfinning hefði e.t.v. best komið fram hjá hinum mörgu gæludýrum sem þær höfðu haft en þau höfðu engan veginn viljað vera ein í afgirtum húsagarðinum. Móðirin flutti síðar í minni íbúð en sem tónlistarfræðingur hafði hún notið þess hvernig tónlistin hafði endurkastast af berum veggjunum. Yngri dóttirin var síðust til að flytja en hún hafði öðlast visst fegurðarskyn í þessu húsi sem kom fram í doktorsritgerð hennar um Kandinsky og seinna í starfi hennar sem forstöðumaður listasafns.
Það síðasta sem við verðum vitni að í sögu hússins er áhrifamikil ljósmynd sem sýnir niðurrif þess. Í stað þess að túlka hana sem eyðileggingu heimilis þá ber hún merki um annað stig sem fjölskyldan fór í gegnum. Niðurrif hússins er tákn um nýtt líf, og þar af leiðandi, getum við lagt rök fyrir því að húsið var fyrir fjölskyldu á tímum sorgar.

Myndatexti:
A. Toyo Ito (f. 1941) arkitekt.
B. Ein af óskum ekkjunnar var að allir meðlimir fjölskyldunnar gætu haft sjónræn tengsl hvorir við aðra.
C. Grunnmynd U-hússins.
D. Hvítt tjald þar sem ímyndir og fljótandi skuggar íbúanna endurkastast.
E. Ævi hússins.
F. Niðurrif U-hússins 1997.