HÚS ERNEST MOURMANS Í BELGÍU, EFTIR ETTORE SOTTSASSÞegar hollenski arkitektinn, Ernest Mourmans, bað vin sinn og starfsfélaga Ettore Sottsass að hanna fyrir sig hús vildi hann kynna Sottsass fyrir einstæðum söfnum sínum. Mourmans fjölskyldan átti fjölda listaverka og allmargar fuglategundir sem voru í útrýmingarhættu. Það gaf auga leið að taka þurfti tillit til þeirra í hönnunarferlinu. Sottsass valdi að bræða þessi tvö ólíku söfn saman og tókst þannig að hanna hús sem reyndist meira en að varðveita safngripi. Það var frekar hús sem endurspeglaði safnarann sjálfann.

Tengsl þeirra Mourmans og Sottsass
Þrátt fyrir að arkitektarnir væru búsettir í tveimur ólíkum löndum, kom það ekki í veg fyrir að þeir höfðu unnið saman árum saman við að hanna húsgögn. Ernst Mourmans, sem er eigandi eins af fáum gallerýum sem framleiða hönnuð húsgögn, fékk teikningarnar frá Sottsass og tók um leið við því hlutverki að leysa ýmiss vandamál tengd framleiðslunni, eins og að útvega ryðfrítt stál með ákveðinni þykkt og finna verkstæði þar sem hægt væri að móta bronseiningar.
Vegna þessa gagnkvæma skilnings til hönnunar reyndist eðlilegt að Mourmans tæki að sér hlutverk byggingarstjóra síns eigins húss. Árið 1996 hafði hann keypt 1.100 fermetra lóð í Lanakan sem var lítill bær í Belgíu við hollensku landamærin, nærri borginni Maastricht. Lóðin var staðsett við jaðar bæjarins, þar sem skógi vaxið umhverfi tók við og reyndust þær aðstæður ákjósanlegar fyrir söfn hans. Félagarnir héldu áfram sínum hefðbundnum vinnubrögðum sem þýddi að Mourmans sendi Sottsass verklýsinguna fyrir húsið, þ.e. hús sem yrði rúmgott með fimm svefnherbergjum og lesstofum, bókasafni, fjórum bílskúrum og sundlaug auk þess að samtvinna söfnin í hönnuninni. Þegar Sottsass hafði gert sér grein fyrir þessu flókna verkefni, vann hann teikningar og sendi fyrirmæli til Moumans þannig að hann gæti byggt sitt eigið hús.

Fágæt söfn renna saman við lífsstílinn
Til þess að nálgast þessa óvenjulegu sambúð kaus Sottsass að hanna röð rýma sem voru innantengdir skálar. Þetta gerði hann í stað þess að velja ferhyrning sem er algengari leið og þar sem listaverkasafnið væri í aðgreindu herbergi og fuglabúrin aðskilin frá húsinu. Með sinni óvenjulegu aðferð tókst Sottsass að flétta saman ólíkar byggingar sem gerði það að verkum að innra og ytra rými höfðu þau sjónrænu áhrif að rýmin virðast víxlast sitt á hvað líkt og sveiflast sé á milli safnanna og frá umhverfi fjölskyldulífsins. Frá hverjum skála var yndislegt útsýni og hægt að fara út á verönd, eins og frá setustofunni og svefnherbergjunum. Frá efri hæðinni úr eldhúsinu og bókasafninu, sem staðsett voru yfir hjónaherberginu og setustofunni, var líka haldið í sjónræn tengsl. Mismundandi verandir sem opnast út í garðinn, trjágróður gróðursettur í tjörninni og hálfmána glerfuglabúr áföst við húsið, kemur allt að miklu gagni við að sameina húsagerðina að ólíkum söfnunum. Á þann hátt, samtvinnast þau við lífstíl fjölskyldunnar.

Einstök byggingarefni
Sottsass notaði staðbundin efni utanhúss til þess að aðgreina skálana s.s. gljábrenndan litaðan múrstein og málm þak, ásamt kermik flísaklæðningu og skífum. Inn í húsinu lék Sottsass sér að fágætum efnum í sitthverjum skálanum: bláum marmara frá Brasilíu fyrir stóra holið við innganginn, framandi viðartegund fyrir hliðar klæðaskápanna, sérstaklega gerðum keramik flísum fyrir baðherbergi og eldhús, sjaldgæfum marmara fyrir eldstæðin, ljósum við og lagskiptu trefjaefni fyrir hurðir og sítrónuviði fyrir stigann í setustofunni. Þessi einstöku efni voru líka notuð fyrir þau ótal húsgögn sem Sottsass og samstarfskona hans, Johanna Grawunder, hönnuðu fyrir húsið. Húsgögn, sem urðu hluti af listaverkasafni Mourmans-fjölskyldunnar. Listaverkasafn þeirra óx líka enn frekar við það að Ernest réði til sín listamenn til þess að skapa verk sem lykju við húsið. Þar á meðal var veggmynd fyrir sundlaugina eftir Helmut Newton, rúm hannað af Issey Miyake, ljóslampa eftir Flavin og veggmálverk eftir Francesco Clemente.
Í þessu húsi, sameinaði Ernest Mourmans og fjölskylda hans lífsstíl sínum við safngripina sína. Fuglarnir, hlutir og húsgögn, sem gætu átt heima í þjóðgarði eða listasafni, mótaðu hús sem endurspeglaði hvernig íbúarnir kunnu að meta umhverfið og þóttu mikilsvert að deila því með öðrum og taka þátt í því.

Myndefni:
a. Ettore Sottsass (f. 1917) arkitekt og stofnanda Memphis hönnunarhópsins.
b. Sottsass gerði skissu að húsinu sem virtist gera hug safnarans að veruleika.
c. Mismundandi verandir sem opnast út í garðinn, trjágróður gróðursettur í tjörninni og hálfmána glerfuglabúr áföst við húsið, kemur allt að miklu gagni fyrir fjölskylduna við að sameina lísmynstur sitt öllum atriðum hússins. (Mynd: Jean-Pierre Gabriel)
d. Jarðhæð Mourmans-hússins (2001): 1. Inngangur, 2. Stofa, 3. Lesstofa, 4. Hjónaherbergi, 5. Baðherbergi, 6. Fuglabúr, 7. Verönd, 8. Barnaherbergi, 9. Gallery, 10. Bókasafn og stofa, 11. Bílskúr, 12. Sundlaug.
e+f. Röð samantengdra skála gerir það kleift að ólík söfn geta búið saman. (Mynd: Jean-Pierre Gabriel)