'MAISON À BORDEAUX', EFTIR REM KOOLHAASVel efnuð hjón sem bjuggu með börnum sínum þremur í mjög gömlu og fallegu húsi í Bordeaux í Frakklandi nutu þess. Í mörg ár að hugsa um að byggja sér nýtt hús.Þau skemmtu sér við að ímynda sér form og liti og spurðu sig hver arkitektinn gæti verkið. Skyndilega varð eiginmaðurinn fyrir bílslysi þar sem litlu munaði að hann léti lífið. Hann er nú bundinn hjólstól og þar með breyttust gamla húsið og miðaldarborgin Bordeaux í fangelsi. Fjölskyldan byrjaði aftur að hugsa um nýja húsið en í þetta skiptið með allt öðrum hætti.

Streymi í nýja húsinu.
Hjónin keyptu hæð með víðsýni yfir borgina mæltu sér mót við hollenska arkitektsins Rem Koolhaas árið 1994. "Andstætt því sem þú gætir ímyndað þér," sagði eiginmaðurinn við arkitektinn, "þá vil ég ekki einfalt hús. Ég vil flókið hús vegna þess að það mun ákvarða heim minn".
Í stað þess að hanna hús á einni hæð sem myndi auðvelda hreyfingar hjólastólsins, kom arkitektinn þeim á óvart með hugmynd að húsi á þremur hæðum, hverri ofan á annarri. Neðsta hæðin, hálfhöggvin inn í hlíðina, samanstendur af eldhúsi, vínkjallara og sjónvarpsherbergi og opnast út á húsagarð. Svefnherbergi fjölskyldunnar eru á annarri hæð, sem byggð er sem dökkvínrauður steinsteyptur kassi. Á milli þessarra hæða breiðir dagstofan úr sér, en veggir hennar eru gerðir úr gleri og er útsýnis notið yfir dal Garona ánnar se sýnir líka skýrar útlínur Bourdeaux.
Hjólastóllinn hefur aðgang að þessum þremur hæðum með hreyfanlegu lyftugólf á stærð við herbergi sem er í rauninni vel búin skrifstofa. Vegna lóðréttra hreyfinga sinna verður lyftugólfið hluti af eldhúsinu þegar það er á grunnhæðinni, sameinast álgólfinu á miðhæðinni og skapar vinnuaðstöðu í svefnherbergi hjónanna á efstu hæðinni. Á sama hátt og hægt væri að túlka hjólastólinn sem framlenging líkamans, verður hreyfanlegt lyftugólfið sem arkitektinn útbjó fyrir manninn órjúfanlegur hluti af honum. Þetta gefur honum meiri möguleika til hreyfinga um húsið en nokkrum öðrum meðlimi fjölskyldunnar, sem þýðir að hann er einn um það að hafa aðgang að herbergjum eins og vínkjallaranum eða bókahillunum gerðum úr plastefninu polycarbonate sem spanna allar þrjár hæðirnar og fylgja ferðum lyftugólfsins.

Húsið upplifað.
Koolhass hannaði flókið hús í eðli sínu og fór út fyrir mörk hins hefðbundna í öllum atriðum. Sem dæmi, einn af þeim þremur fótum sem öll efri hæð hússins hvílir á er staðsettur til hliðar við miðju, hólkur sem geymir hringstiga hússins. Þó að þessi tilfærsla valdi ójafnvægi í húsinu, þá nær það því aftur með tilstilli sjáanlegs stálbita sem komið er fyrir yfir húsið og festur við lóðina sem togar í streng til jafnfætis. Spurningin sem kemur fyrst upp í huga gestsins er : Hvað gerist ef klippt er á strenginn? Koolhaas hefur komið fram með grind sem, jafnt sem sjálf reynsla húsbyggjandans, hangir á bláþræði.
Þetta fyrirkomulag hússins gefur miðhæðinni ótruflað útsýni frá þessu rými og yfir landslagið, áhrif sem magnast við stálslípaðann hólk hringstigans þegar svo virðist sem hann hverfi inn í speglmynd landslagsins. Miðhæðin er einsog verönd þar sem efsta hæðin flýtur yfir, hún er rými úr gleri sem gerir íbúunum kleift að flækja náttúruna úti við innanhúss rýmið. Á hinn bóginn, fær sama útsýni á efstu hæðinni allt aðra meðferð. Það er afmarkað og fyrirfram ákveðið með því að vera rammað inn af hringlaga gluggunum sem staðsettir eru eftir því hvort viðkomandi stendur, situr eða liggur.
Inn í húsinu upplifir fjölskyldan túlkanir Koolhaas á óstöðugleika og tvíræðni lífsins. Með tilliti til eiginmannsins, þá hefur hann upplifað þennan óstöðugleika, og sem nú er orðinn hluti af honum sjálfum. Á sama veg og naflastrengurinn er eignaður bæði móður og fóstri, og flytur næringu til afkvæmisins, þá tengir lyftugólfið eiginmanninn við húsið og færir honum frelsi.

Ljósmyndir: Hans Werlemann.
Myndatexti:
1. Rem Koolhaas (f. 1944) (ljósmynd Sanne Peper)
2. Vinnumódel af 'Maison à Bordeaux'.
3. Arkitektinn kom fjölskyldunni á óvart með hugmynd að húsi á þremur hæðum, hverri ofan á annarri.
4. Hjólastóllinn hefur aðgang að öllum þremur hæðunum með hreyfanlegum lyftugólf á stærð við herbergi (3.5m x 3m).
5. Bókahillur þriggja hæða há mætir þörfum hreyfanlegri skrifstofunni.
6. Miðhæðin er einsog glerhýsi sem gerir íbúunum kleift að flækja náttúruna úti við innanhúss rýmið.