HÚS FRANK GEHRYS Í KALÍFORNÍU





Áður en Frank Gery fékk þá alþjóðlegu viðurkenningu að vera valinn arkitekt Guggenheim safnsins í Bilbao, hannaði hann sitt eigið hús í Santa Monica (1977 -1978). Kona hans, Berta hafði keypt lítið bleikt tvílyft hús til íbúðar í millistéttarhverfi. Gehry ákvað að gera umtalsverðar breytingar á húsinu sem hann kallaði, lítið mállaust hús með aðlaðandi eiginleika, byggja utan um það og reyna að gera það mikilvægara. Útkoman varð svo áhrifarík meðal nágrananna að á það var skotið!

Fordómar nágrannanna
Gehry vildi auka mikilvægi lítla bleika hússins líkt og Duchamp hafði breytt afstöðu fólks til hversdagslegra hluta og sýnt þá sem listaverk. Gehry bjó til einskonar skel, viðbyggingu vi∂ aðra hæðina, sem umlýkur litla húsið á þremur hliðum þess. Gamla húsið birtist þ.a.l. eins og hlutur innan í nýja húsinu eða sem uppstilltur minjagripur. Upprunalega húsinu var haldið óskertu að utan, jafnvel þegar hluti þess var inn í nýja húsinu. Að innan var það ítarlega endurskoðað. Á sumum stöðum voru aðeins stoðirnar og grindin skildar eftir, á öðrum stöðum var gert við það eða því haldið við. Þegar gengið er inn í húsið er bilið á milli hins gamla og nýja undirstrikað. Maður þarf að fara í gegnum tvær hurðir, en sú seinni er upprunalega hurðin í gamla húsinu.
Ég var að reyna að gera margar hugmyndir að veruleika, játaði Gehry þegar hann útskýrði verkið. Hann var hálf peningalaus og heillaðist af ódýrum byggingarefnum eins og vírneti, krossviði og bárujárni. Þetta voru fjöldaframleidd efni sem voru ekki notuð við húsbyggingar. Hann gerði tilraunir með þau þegar hann vafði nýja húsinu utan um það gamla. Það var þá sem nágrannarnir komu til Gehrys til þess að segja honum; mér líkar ekki húsið þitt, en hann svaraði, hvað segir þú um bátinn sem þú hefur í bakgarðinum? eða sendibílinn? Þetta er þa∂ sama, sama fagurfræðin. En þeir sögðu; nei, nei, það er ósköp venjulegt.
Tuttuguogfimm árum síðar var Gehry ennþá heillaður af þvílíkum mótsögnum. Allir hata vírnetsgírðinguna en enginn sér hana. Það sem þeir sjá er tennisvöllur og tennisvöllur er tákn um ríkisdæmi.

Þróun fjölskyldunnar
Þegar Arthur Drexler, þá forstöðumaður byggingalistar- og hönnunardeildar Nútímalistasafnsins í New York, kom að borða hjá þeim eitt kvöldið, þótti honum húsið vera brandari. Berta sagði manninum sínum síðar að gesturinn hefði spurt hvort flögnuð málningin væri gerð að ásettu ráði. Á þeirrri stundu vissi Gehry að tilraunir hans höfðu tekist - Við búum við menningu sem byggist á skyndabitamat, auglýsingum, og umbú∂um, hlaupum á eftir flugvélum og að ná í leigubíla - algjör geðveiki. Ég held að þessi atriði séu meira talandi fyrir menningu okkar heldur en eitthvað full frágengið.
Yfirbragð hússins var eins og enn væri verið að vinna í því. Ógreinileg mörk voru á milli hins gamla og nýja vegna sífelldra breytinga íbúanna sjálfra. Þegar Berta og Gehry byggðu húsið var Alejo aðeins til, Sami kom síðar. Börnin stækkuðu, herbergi þeirra voru endurnýjuð ári∂ 1994. Aðrar endurbætur hafa verið; litla sundlaugin sem Gehry hafði verið að dreyma um og breytingar á bílskúrnum í gestahús fyrir dætur hans, Brina og Leslie, frá fyrra hjónabandi.
Við þessar breytingar, týndi ég gamla húsinu! viðurkenndi Gehry. Skírskotun, ekki í litla bleika húsið, heldur í það sem hafði verið nýtt árið 1978. Húsi∂ hans er hús sem á í stöðugum breytingum, og reynir að ná upp í hraða þróun fjölskyldunnar.

Myndir:
a. Frank Gehry (f.1929) arkitekt.
b. Berta hafði keypt lítið mállaust hús með aðlaðandi eiginleika.
c. Model af húsi Gehrys af hugsanlegri þróun bakgarðsins.
d.Jarðhæð (1978) 1. Stofa. 2. Borðstofa. 3. Eldhús. 4. Svefnherbergi. 5. Bílskúr.
e. Fyrsta hæð (1978) 4. Svefnherbergi. 6. Fataherbergi. 7. Hjónaherbergi. 8. Verönd.
f. Eldhúsglugginn.
g+h. Inngangurinn (1978); Yfirbragð hússins var eins og enn væri verið að vinna í því.
i. Við endurbæturnar árið 1993, þótti mörgum sem húsið hefði tínt hluta af sínum upprunalegu hráu eiginleikum.
j+k+l. NÝJAR MYNDIR AF FRANK GEHRY-HÚSINU (Des 2006).